Alan Pardew hætti sem stjóri West Bromwich Albion í morgun.
Hann tók við liðinu síðasta haust af Tony Pulis en árangur liðsins undir hans stjórn hefur verið arfaslakur.
Liðið vann aðeins einn leik í þeim 18 leikjum sem hann stýrði liðinu og situr á botni deildarinnar með 20 stig.
Liðið er 10 stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni og virðist fátt benda til þess að liðið spili í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Stjóratíð Pardew er á meðal þeirra sjö verstu frá stofnun deildarinnar í núverandi mynd en listann má sjá hér fyrir neðan.
7. Alan Pardew (West Brom, 2017-18) – 0.44 stig í leik
L18, S1, J5, T12 – Stig: 8
6. Billy Davies (Derby, 2007) – 0.43 stig í leik
L14, S1, J3, T10 – Stig: 6
5. Ian Holloway (Crystal Palace, 2013) – 0.38 stig í leik
L8, S1, J0, T7 – Stig: 3
4. Terry Connor (Wolves, 2012) – 0.31 stig í leik
L13, S0, J4, T9 – Stig: 4
3. Mick McCarthy (Sunderland, 2003 & 2005-06) – 0.27 stig í leik
L37, S2, J4, T31 – Stig: 10
2. Paul Jewell (Derby, 2007-08) – 0.21 Stig í leik
L24, S0, J5, T19 – Stig: 5
1. Frank De Boer (Crystal Palace, 2017) – 0 stig í leik
L4, S0, J0, T4 – Stig: 0