Crystal Palace tók á móti Liverpool í ensku úrvaldeildinni um helgina en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.
Luka Milivojevic kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en þeir Sadio Mane og Mohamed Salah tryggðu Liverpool sigur í leiknum með mörkum í síðari hálfleik.
Jurgen Klopp vildi fá vítaspyrnu í leiknum þegar Sadio Mane fór niður í teignum en Garth Crook, sérfræðingur hjá BBC var ekki ánægður með Þjóðverjann eftir leikinn.
„Sadio Mane var frábær í leiknum en að Jugen Klopp hafi beðið um vítaspyrnu þegar að hann fór niður í teignum er galið,“ sagði Crook.
„Hversu oft þarf maður að segja þetta? Sernting innan teigs er ekki það sama og brot. Snerting er ekki vítaspyrna. Mane átti að vera löngu farinn af velli þegar atvikið átti sér stað.“
„Svo ákveður Klopp að gagnrýna dómarann eftir leik fyrir að gefa ekki víti. Klopp hefði átt að þakka dómaranum fyrir og láta sig hverfa,“ sagði hann að lokum.