Jose Mourinho, stjóri Manchester United var léttur eftir 2-0 sigur sinna manna gegn Swansea um helgina.
Það voru þeir Romelu Lukaku og Alexis Sanchez sem skoruðu mörk United í leiknum en liðið er í öðru sæti deildarinnar með 68 stig þegar sex umferðir eru eftir.
Mourinho er skaut létt á Liverpool og Tottenham eftir leikinn en þessi lið eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar.
„Ég er ekki að hugsa um leikinn gegn Manchester City, það skiptir mig ekki máli eins og staðan er núna,“ sagði stjórinn.
„Það sem skiptir máli er að eftir að við fórum af toppi töflunnar í annað sætið, fyrr á tímabilinu höfum við haldið öðru sæti deildarinnar.“
„Þið segið reglulega að liðin í þriðja, fjórða og fimmta sætinu séu betri en við en það er rangt hjá ykkur, við erum betri en þessi lið því við erum með fleiri stig en þau,“ sagði Mourinho að lokum.