Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool er sterklega orðaður við stærstu lið Evrópu þessa dagana.
Hann er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 29 mörk og hefur hann verið orðaður við bæði Real Madrid og Barcelona að undanförnu.
Charlie Adam, fyrrum leikmaður Liverpool telur hins vegar að Salah fengi ekki margar mínútur með stærstu liðum Spánar ef hann yrði seldur þangað.
„Hvert fer hann ef hann fer? Hvert er best fyrir hann að fara?“ sagði Adam á dögunum.
„Myndi hann fá leik hjá Real Madrid? Fær hann leiki hjá Barcelona?“
„ÉG held að hann myndi ekki fá margar mínútur með þessum liðum, ég tel að hann verði áfram hjá Liverpool á næstu leiktíð,“ sagði hann að lokum.