,,Velgengni er ekki áfangastaður,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands um hvað sé góður árangur fyrir Ísland á HM í sumar.
Íslenska liðið fer í fyrsta sinn á HM í Rússlandi og eru margir áhugasamir um þetta ótrúlega lið.
,,Velgengni fyrir Ísland er ekki Rússland í sumar, velgengni er að halda áfram á vegferð okkar.“
,,Það er erfitt að fara ekki fram úr sér þegar vel gengur og þess vegna verðum við að passa okkur á því.“
,,Við vitum hvernig við viljum spila, hvernig íslenska landsliðið á að vera.“
,,Hvaða gæði og hæfileika við höfum og við eigum að halda okkur við það.“