Vonir Chelsea um að komast í Meistaradeildina að ári eru að verða litlar.
Liðið tapaði fyrir Tottenham á heimavelli í dag eftir að hafa komist yfir.
Það var Alvaro Morata sem kom Chelsea yfir með fínu skallamarki í fyrri hálfleik.
Það var svo Christian Eriksen sem jafnaði fyrir Tottenham undir lok fyrri hálfleiks með laglegu marki.
Það var síðan Dele Alli sem stal sviðsljósinu í síðari hálfleik með tveimur mörkum.
Tottenham er nú með 64 stig í fjórða sæti en Chelsea er með átta stigum minna í fimmta sæti og erfitt að sjá liðið ná Meistaradeildarsæti.