Mohamed Salah var hetja Liverpool þegar liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Luka Milivojevic kom Crystal Palace yfir eftir þrettán mínútna leik með marki úr vítaspyrnu. Loris Karius braut þá klaufalega af sér og Milivojevic var öruggur á punktinum.
Liverpool var miklu meira með boltann og það bar árangur í upphafi síðari hálfleiks. James Milner átti þá fasta fyrirgjöf inn í teig Palace þar sem Sadio Mane var mættur til að klára hana.
Það var svo á 85 mínútu þegar snillingurinn, Mohamed Salah mætti og kom boltanum í netið. Yfirvegaður kláraði hann færið sitt vel.
Salah hefur nú skorað 29 mörk i deildinni sem er met af mörkum skoruðum af leikmanni frá Afríku en Didier Drogba skoraði mest 29 mörk.
Most goals scored by an African player in a single Premier League season:
Didier Drogba (29)
Mohamed Salah (29)Continental kings. 👑 pic.twitter.com/arrm3OB05V
— Squawka Football (@Squawka) March 31, 2018