Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Manchester City telur sig geta fengið Isco frá Real Madrid á 75 milljónir punda. (Mirror)
Chelsea og Tottenham hafa líka áhuga á Isco. (Sun)
Arsenal leggur áherslu á að fá inn miðjmenn og varnarmenn í sumar. (Telegraph)
Moussa Dembele mun ekki skrifa undir nýjan samning við Tottenham fyrir HM. (Telegraph)
Robert Lewandowski mun gera allt til þess að komast til Real Madrid og horfir FC Bayern til Alvaro Morata. (AS)
Hatem Ben Arfa fer frá PSG í sumar og Leicester gæti fengið. (Sun)
West Ham ætlar að reyna að fá Fyodor Smolov fyrirliða Rússlands. (Mirror)