Lewis Cook, leikmaður Bournemouth spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England á dögunum.
Hann kom inn á sem varamaður fyrir Jesse Lingard á 71. mínútu í 1-1 jafntefli liðsins gegn Ítalíu.
Þetta var hans fyrsti leikur fyrir enska landsliðið en fyrir fjórum árum síðan veðjaði afi hans á það að hann myndi spila sinn fyrsta landsleik áður en hann yrði 26 ára.
Cook var þá fastamaður í liði Leeds og en afi hans fékk stuðulinn 33 á að hann myndi ná að spila fyrir England.
Hann setti 500 pund á veðmálið og fékk tæplega 17.000 pund til baka og er því rúmlega tveimur milljónum ríkari í dag.