fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433

Van Gaal hraunar yfir Woodward: Ég hefði getað spilað fótbolta eins og City

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. mars 2018 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester Untied er ekki sáttur með Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins.

Van Gaal var rekinn frá félaginu árið 2016 og var Jose Mourinho ráðinn í hans stað en liðið vann FA-bikarinn undir stjórn Hollendingsins, vorið 2016.

Stjórinn fyrrverandi segir að Woodward hafi logið að sér og átti hann alls ekki von á því að vera rekinn frá félaginu.

„Það sem pirrar mig mest er það að framkvæmdastjórinn segir mér að hann sé ánægður með mig að ég eigi ekki að trúa því sem stendur í blöðunum,“ sagði Van Gaal.

„Ég vinn svo FA-bikarinn fyrir félagið og er svo rekinn stuttu seinna. Pep Guardiola er besti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni í dag og hann hefur gert City að vél. Hann er að spila fótbolta sem ég hefði viljað spila með Manchester United.“

„Málið er að hann er með réttu leikmennina til þess að spila svona. Þetta hefði tekið lengri tíma fyrir mig og ég fékk ekki þann tíma. Ég hefði þurft fjármagn sem ég fékk ekki heldur,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dregið í Evrópudeildinni – Íslendingar mætast

Dregið í Evrópudeildinni – Íslendingar mætast
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo og félagar snarhækka tilboð sitt

Ronaldo og félagar snarhækka tilboð sitt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta eru mögulegir andstæðingar United og Tottenham – Geta bara mæst í úrslitum

Þetta eru mögulegir andstæðingar United og Tottenham – Geta bara mæst í úrslitum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spilar í vörn en lærði að verjast 28 ára gamall – ,,Hef aldrei lært eins mikið og á þessum sjö mánuðum“

Spilar í vörn en lærði að verjast 28 ára gamall – ,,Hef aldrei lært eins mikið og á þessum sjö mánuðum“
433Sport
Í gær

Undirskriftalistinn skilaði litlum árangri: Framdi sjálfsmorð aðeins 27 ára gömul – ,,Hvernig geta þeir sýnt svona mikla vanvirðingu?“

Undirskriftalistinn skilaði litlum árangri: Framdi sjálfsmorð aðeins 27 ára gömul – ,,Hvernig geta þeir sýnt svona mikla vanvirðingu?“
433Sport
Í gær

Benitez að taka að sér óvænt starf

Benitez að taka að sér óvænt starf