fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
433

Þetta eru skemmtilegustu lið ensku úrvalsdeildarinnar að mati Gerrard

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. mars 2018 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool segir að það séu þrjú lið í ensku úrvalsdeildinni sem beri af þegar kemur að skemmtanagildi.

Manchester City er svo gott sem búið að tryggja sér enska úrvalsdeildartitilinn en liðið hefur 16 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir.

Manchester United er í öðru sæti deildarinnar með 65 stig en liðið hefur ekki spilað skemmtilegustu knattspyrnuna á þessari leiktíð.

„Skemmtilegustu liðin í dag í deildinni eru Liverpool og Manchester City,“ sagði Gerrard.

„Þetta eru þau lið sem sækja mest. Tottenham er þarna líka, þeir vilja sækja og pressa hátt á vellinum.“

„Stjórar þessara liða eru líka mjög duglegir að hrósa hvor öðrum sem sýnir bara að þeir bera mikla virðingu fyrir starfi hvors annars,“ sagði Gerrard að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Juventus gæti komið til bjargar í janúar

Juventus gæti komið til bjargar í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fram fær Sigurjón frá Grindavík

Fram fær Sigurjón frá Grindavík
433Sport
Í gær

Jóhann Birnir heldur tryggð við ÍR eftir að Árni Freyr fór

Jóhann Birnir heldur tryggð við ÍR eftir að Árni Freyr fór
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig – Segir að það komi í ljós á morgun hvort hann taki við United

Amorim tjáir sig – Segir að það komi í ljós á morgun hvort hann taki við United