Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal er eftirsóttur þessa dagana.
Hann hefur ekki viljað skrfa undir nýjan samning við Arsenal en félagið vill lækka hann umtalsvert í launum.
Núverandi samningur hans rennur út í sumar og getur hann því farið frítt frá félaginu þann 1. júlí næstkomandi.
Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Everton leiði kapphlaupið um undirskrift leikmannsins en Wilshere hefur verið afar óheppinn með meiðsli, undanfarin ár.
Hann þurfti að draga sig út úr enska landsliðshópnum á dögunum vegna meiðsla en hann vonast til þess að fara með Englandi á HM í sumar.