Gareth Soutgate, þjálfari enska landsliðsins var ekki ánægðu með Dele Alli, sóknarmann Tottenham á dögunum.
Alli byrjaði á bekknum í 1-0 sigri Englands á Hollandi í síðustu viku.
Það var Jesse Lingard sem skoraði eina mark leiksins en Alli kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.
Mirror greinir frá því í dag að Southgate hafi verið pirraður á hegðun Alli á bekknum en hann var mikið að grínast í liðsfélögum sínum þar sem hann sat.
Hann var lítið að fylgjast með leiknum og það fór í taugarnar á Southgate sem ákvað að geyma hann á bekknum líka í leiknum gegn Ítölum sem endaði 1-1.