Ísland og Perú mættust í vináttuleik í gærdag en leiknum lauk með 3-1 sigri Perú.
Renato Tapia kom Perú yfir snemma leiks en Jón Guðni Fjóluson jafnaði metin fyrir Íslands á 22. mínútu.
Raul Ruidiaz og Jefferson Farfan skoruðu hins vegar sitthvort markið fyrir Perú í síðari hálfleik og lokatölur því 3-1 fyrir Perú.
Stuðningsmenn Perú voru í miklum meirihluta í stúkunni en þrátt fyrir það voru nokkrir Íslendingar á svæðinu en myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.