Íslenska landsliðið átti undir högg að sækja er liðið mætti Perú í æfingaleik í nótt.
Leikurinn fór fram í New Jersey en 1-1 jafntefli var í hálfleik þar sem Jón Guðni Fjóluson jafnaði leikinn.
Perú stjórnaði ferðinni í síðari hálfleik og vann að lokum 1-3 sigur, sannfærandi.
Jóhann Berg sem var besti maður liðsins í leiknum fór meiddur af velli.
Jóhann staðfesti í samtali við 433.is eftir leik að meiðsli hans væru ekki alvarleg.
Hann fékk högg á hné og ætti með réttu að vera leikfær með Burnley um helgina.