Íslenska landsliðið átti undir högg að sækja er liðið mætti Perú í æfingaleik í nótt.
Leikurinn fór fram í New Jersey en 1-1 jafntefli var í hálfleik þar sem Jón Guðni Fjóluson jafnaði leikinn.
Perú stjórnaði ferðinni í síðari hálfleik og vann að lokum 1-3 sigur, sannfærandi.
Íslenska liðið tapaði báðum leikjum í þessu verkefni.
Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.
Frederik Schram 5
Steig feilspor í fyrsta marki Perú en annars átti hann fínan leik.
Hjörtur Hermansson 4
Staða hægri bakvarðar virðist langt því frá henta Hirti miðað við frammistöðu kvöldsins.
Ragnar Sigurðsson 4
Var mjög ólíkur sjálfum sér, oftar en ekki besti leikmaður liðsins en í dag Ragnar mistækur.
Jón Guðni Fjóluson 6
Var í smá vandræðum varnarlega framan af leik en vann sig inn í leikinn og skoraði gott mark.
Ari Freyr Skúlason (´79) 5
Gerði meira gagn fram á völlinn en í varnarleiknum í þessum leik.
Jóhann Berg Guðmundsson (´72) 7 (Maður leiksins)
Besti maður liðsins og sýndi það þegar Ísland var með boltann að hann er að spila á hæsta stigi.
Birkir Bjarnason (´77) 6
Vann fína vinnu á miðsvæðinu og staða sem hann er vanur að leysa. Frábær hornspyrna sem skapaði markið.
Ólafur Ingi Skúlason 4
Var hægur í sínum aðgerðum og langt á eftir öllu.
Rúrik Gíslason (´57) 5
Náði ekki almennilegum takti við leikinn þó á köflum hafi matt sjá hæfileika hans.
Kjartan Henry Finnbogason (´63) 5
Barðist vel en hlutirnir féllu ekki alveg með Kjartani í nótt.
Björn Bergmann Sigurðarson 5
Var að berjast en náði ekki að klára gott færi í fyrri hálfleik.
Varamenn:
Arnór Ingvi Traustason 4 (´57)
Bætti ekki neinu við leik Íslands
Theodór Elmar Bjarnason 4(´63)
Bætti ekki neinu við leik Íslands