Carlo Ancelotti gæti verið að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en frá þessu greina enskir fjölmiðlar í dag.
Hann hefur verið án starfs síðan að hann var rekinn frá Bayern Munich síðasta haust.
Ancelotti hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá ítalska landsliðinu en landsliðið leitar nú að framtíðarstjóra.
Hann á hins vegar að hafa hafnað landsliðinu, að svo stöddu þar sem hann telur að hann geti fengið starf hjá stóru liði á Englandi í sumar.
Bæði Chelsea og Arsenal gæti ráðið nýja stjóra í sumar en Antonio Conte er ósáttur með forráðamenn Chelsea og gengi Arsene Wenger, undanfarin ár hefur verið undir væntingum.