A landslið karla mætir Perú aðfararnótt miðvikudags, en þetta er í fyrsta sinn sem þjóðirnar mætast.
Leikurinn fer fram á Red Bull Arena í New Jersey og hefst hann klukkan 00:00. Ísland mætti Mexíkó á föstudaginn þar sem strákarnir töpuðu 0-3, en hefðu auðveldlega getað tekið forystuna í fyrri hálfeik.
Perú verða einnig á HM í Rússlandi í sumar, en þeir eru í C riðli með Frakklandi, Danmörku og Ástralíu. Það er því ljóst að liðin geta mögulega mæst í 16 liða úrslitum, en Ísland er í riðli D.
Liðstjóri liðsins er Sigurður Sveinn Þórðarson, Siggi Dúlla. Hans félag, Stjarnan ákvað að flagga honum til heiðurs á leikdegi.
Mynd af því er hér að neðan.
Valdemar vallarstjóri flaggar Dúllufánanum í tilefni dagsins. Í þetta skiptið fer það nefnilega saman, leikdagur hjá Dúllunni með landsliðinu og sléttur mánuður í Pepsideildina! pic.twitter.com/WkoBh3zUZj
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) March 27, 2018