A landslið karla mætir Perú aðfararnótt miðvikudags, en þetta er í fyrsta sinn sem þjóðirnar mætast.
Leikurinn fer fram á Red Bull Arena í New Jersey og hefst hann klukkan 00:00.
Ísland mætti Mexíkó á föstudaginn þar sem strákarnir töpuðu 0-3, en hefðu auðveldlega getað tekið forystuna í fyrri hálfeik.
Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt en þar vekur athygli að Frederik Schram byrjar í marki liðsins.
Hjörtur Hermansson er hægri bakvörður og Kjartan Henry Finnbogason byrjar sem fremsti maður.
Liðið er hér að neðan.
Byrjunarlið Íslands:
Frederik Schram
Hjörtur Hermansson
Ragnar Sigurðsson
Jón Guðni Fjóluson
Ari Freyr Skúlason
Jóhann Berg Guðmundsson
Birkir Bjarnason
Ólafur Ingi Skúlason
Rúrik Gíslason
Kjartan Henry Finnbogason
Björn Bergmann Sigurðarson