Lothar Matthaus fyrrum miðjumaður FC Bayern segir að Thomas Tuchel fyrrum stjóri Dortmund sé í viðræðum við Arsenal.
Það bendir til þess að Arsenal skoði það að skipta Arsene Wenger út í sumar.
Stuðningsmenn Arsenal vilja nýjan stjóra til starfa og gæti Tuchel verið maðurinn.
Hann tók við Dortmund í erfiðri stöðu og vann þar gott starf, FC Bayern hefur einnig áhuga á honum.
,,Ég held að Tuchel sé mjög líklegur til þess að fá Bayern starfið,“ sagði Matthaus.
,,Ég veit það hins vegar að hann hefur átt í viðræðum við Arsenal.“