Mino Raiola umboðsmaður Paul Pogba telur að Manchester United hafi fengið miðjumanninn á grín verði.
Sumarið 2016 borgaði United 89 milljónir punda fyrir Pogba en slík klásúla var í samningi hans við Juventus.
,,Svo lengi sem sjónvarpsrétturinn er seldur á þessar upphæðir þá eiga leikararnir skilið að fá meira borgað,“ sagði Raiola en Pogba hefur ekki enn sprungið út hjá United.
,,Pogba kostaði 100 milljónir evra en United hefði í raun átt að borga 200 milljónir evra.“
,,Pogba var ódýr, hann var með klásúlu svo Juventus hafði ekkert um málið að segja.“
,,Juventus hefði getað selt hann á 200 milljónir evra til Real Madrid svo Manchester United sparaði sér 100 milljónir evra.“