Leikmenn enska landsliðsins hafa áhyggjur af öryggi í Rússlandi í sumar og helst þegar kemur að fjölskyldum þeirra.
Það andar köldu milli Englands og Rússlands þessa dagana eftir ásakanir Breta um að stjórnvöld í Rússlandi hafi drepið tvo einstaklinga frá Rússlandi í Englandi.
Leikmenn Englands hafa áhyggjur af því að fjölskyldur þeirra verði ekki öruggar í Rússlandi í sumar.
Telegraph segir frá því að einn leikmaður Englands íhugi alvarlega að ráða lífverði til starfa með fjölskyldu sinni.
Enska sambandið mun funda með leikmönnum á næstunni til að fara yfir plön fyrir sumarið.
Ísland verður í fyrsta sinn með á HM í sumar en liðið er með Argentínu, Nígeríu og Króatíu í riðli.