fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
433

Einkunnir úr tapi Íslands gegn Mexíkó – Kári bestur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 24. mars 2018 04:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætti Mexíkó í æfingaleik í San Fransisco í nótt en leikurinn var áhugaverður.

Mexíkó vann 3-0 sigur en úrslitin gáfu ekki alveg rétta mynd af leiknum.

Marco Fabian kom Mexíkó yfir í fyrri hálfleik með marki úr aukaspyrnu.

Miguel Layun bætti svo við marki í þeim síðari eftir dapran varnarleik Íslands. Mexíkó skoraði svo þriðja markið í uppbótartíma.

Einkunnir eru hér að neðan.

Ísland:

Rúnar Alex Rúnarsson 4
Hefði mögulega geta gert betur í fyrra marki Mexíkó . Lét svo taka sig í bólinu í þriðja markinu.

Birkir Már Sævarsson (´46) 6
Komst vel frá sínu og gerði ekki nein mistök.

Sverrir Ingi Ingason 5
Mjög öflugur í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik þegar hann fór á miðsvæðið gerðu vandræði vart við sig.

Kári Árnason 7 – Maður leiksins
Maðurinn sem gerir ekki mistök í bláu treyjunni, kletturinn í vörninni.

Ari Freyr Skúlason 5
Flottur í fyrri hálfleik en var í talsverðum vandræðum í þeim síðari

Jóhann Berg Guðmundsson (´81) 6
Gerði hlutina vel fram á við í þeim fyrri en eins og aðrir sóknarmenn Íslands var minna í gangi í seinni hálfleik.

Aron Einar Gunnarsson (´46) 6
Vantaði eðlilega aðeins upp á leikæfingu en gerði marga fína hluti.

Emil Hallfreðsson (´69) 5
Spilaði fínt í fyrri hálfleik en það dróg af honum eins og fleirum í þeim síðari, leikæfingin skipti þar miklu máli.

Birkir Bjarnason 6
Birkir var í fínum takti lengst framan af leiknum.

Albert Guðmundsson (´46) 6
Þegar hann komst í boltann þá skapaði hann hluti, jákvæð frammistaða.

Björn Bergmann Sigurðarson (´81) 5
Var ekki mikið að sýna sig en vann hlutina ágætlega í loftinu.

Varamenn:

Hólmar Örn Eyjólfsson (´46) 5
Var seinn til í öðru marki Mexíkó en var annars ágætur

Samúel Kári Friðjónsson (´46) 5
Ógnar ekki með sama hraða og Birkir Már en öruggur á boltann.

Viðar Örn Kjartansson (´46) 5
Sóknarleikur Íslands var ekki góður í síðari hálfleik og Viðar leið fyrir það.

Rúrik Gíslason (´69) 5
Kom inn með ágætis hluti, kraft og dugnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veðbankar segja þetta líklegasta áfangastað Southgate eftir tíðindin í morgun

Veðbankar segja þetta líklegasta áfangastað Southgate eftir tíðindin í morgun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Handviss um að Casemiro fari ekki neitt

Handviss um að Casemiro fari ekki neitt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sorglegur endir Messi og fótboltans á Spáni

Sorglegur endir Messi og fótboltans á Spáni