Ísland mætti Mexíkó í æfingaleik í San Fransisco í nótt en leikurinn var áhugaverður.
Mexíkó vann 3-0 sigur en úrslitin gáfu ekki alveg rétta mynd af leiknum.
Marco Fabian kom Mexíkó yfir í fyrri hálfleik með marki úr aukaspyrnu.
Miguel Layun bætti svo við marki í þeim síðari eftir dapran varnarleik Íslands. Mexíkó skoraði svo þriðja markið í uppbótartíma.
Einkunnir eru hér að neðan.
Ísland:
Rúnar Alex Rúnarsson 4
Hefði mögulega geta gert betur í fyrra marki Mexíkó . Lét svo taka sig í bólinu í þriðja markinu.
Birkir Már Sævarsson (´46) 6
Komst vel frá sínu og gerði ekki nein mistök.
Sverrir Ingi Ingason 5
Mjög öflugur í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik þegar hann fór á miðsvæðið gerðu vandræði vart við sig.
Kári Árnason 7 – Maður leiksins
Maðurinn sem gerir ekki mistök í bláu treyjunni, kletturinn í vörninni.
Ari Freyr Skúlason 5
Flottur í fyrri hálfleik en var í talsverðum vandræðum í þeim síðari
Jóhann Berg Guðmundsson (´81) 6
Gerði hlutina vel fram á við í þeim fyrri en eins og aðrir sóknarmenn Íslands var minna í gangi í seinni hálfleik.
Aron Einar Gunnarsson (´46) 6
Vantaði eðlilega aðeins upp á leikæfingu en gerði marga fína hluti.
Emil Hallfreðsson (´69) 5
Spilaði fínt í fyrri hálfleik en það dróg af honum eins og fleirum í þeim síðari, leikæfingin skipti þar miklu máli.
Birkir Bjarnason 6
Birkir var í fínum takti lengst framan af leiknum.
Albert Guðmundsson (´46) 6
Þegar hann komst í boltann þá skapaði hann hluti, jákvæð frammistaða.
Björn Bergmann Sigurðarson (´81) 5
Var ekki mikið að sýna sig en vann hlutina ágætlega í loftinu.
Varamenn:
Hólmar Örn Eyjólfsson (´46) 5
Var seinn til í öðru marki Mexíkó en var annars ágætur
Samúel Kári Friðjónsson (´46) 5
Ógnar ekki með sama hraða og Birkir Már en öruggur á boltann.
Viðar Örn Kjartansson (´46) 5
Sóknarleikur Íslands var ekki góður í síðari hálfleik og Viðar leið fyrir það.
Rúrik Gíslason (´69) 5
Kom inn með ágætis hluti, kraft og dugnað.