Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Antoine Griezmann ætlar að ákveða framtíð sína áður en HM í Rússlandi hefst í sumar. (L’Equipe)
Tottenham íhugar að virkja klásúlu í samningi Jonny Evans ef WBA fellur úr ensku úrvalsdeildinni. (Telegraph)
Zlatan Ibrahimovic mun skrifa undir samning við LA Galaxy á næstu dögum sem mun færa honum 1 milljón punda. (Sports Illustrated)
Forráðamenn Manchester United hafa áhyggjur af andlegri heilsu þeirra Alexis Sanchez og Paul Pogba. (Telegraph)
Juventus ætlar sér ekki að fá Hector Bellerin því félagið er að landa Matteo Darmian frá Manchester United. (Goal)
Lucas Perez vill snúa aftur í ensku úrvalsdeildina eftir vonbrigðatímabil með Deportivo á Spáni. (Independent)
Jan Oblak, markmaður Atletico Madrid er óviss um framtíð sína og veit ekki hvort hann verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. (London)
Willy Caballero verður hjá Chelsea þangað til samningur hans rennur út árið 2019. (Goal)