Kevin de Bruyne, sóknarmaður Manchester City er afar sáttur með stjóra sinn hjá félaginu, Pep Guardiola.
De Bruyne hefur verið magnaður á þessari leiktíð og hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Miklar vonir eru bundnar við Belga á HM í sumar og telja margir að liðið geti farið alla leið og unnið keppnina.
„Það er frábært fyrir okkur að spila bara einn leik og fá svo smá frí,“ sagði De Bruyne.
„Það er gríðarlega mikilvægt að fá góða hvíld. Fyrir leikmennina sem spila hjá stærstu félögunum er hvíldin það allra mikilvægasta. Ef við komumst upp úr riðlinum á HM þá er ég búinn að spila samfleytt í ár.“
„Pep Guardiola er stjóri sem hugsar vel um leikmennina sína. Hann gefur okkur oft á tíðum góðan frítíma og nokkra daga í frí með léttu æfingaplani. Ef við náum árangri í Rússlandi á hann stóran þátt í því,“ sagði hann að lokum.