A landslið karla mætir Mexíkó i dag, en leikurinn fer fram á Levi’s Stadium í San Fransisco og hefst hann klukkan 02:00 aðfararnótt laugardags að íslenskum tíma.
Strákarnir æfðu í gær á vellinum, en hann er gríðarstór og tekur rúmlega 68 þúsund manns í sæti. Á blaðamannfundi daginn fyrir leik var tilkynnt að rúmlega 60 þúsund miðar væru nú þegar seldir. Það er því líklegt að völlurinn verður fullur þegar leikurinn hefst.
Þetta er í fjórða sinn sem liðin mætast, en tveir leikir hafa endað með jafntefli og Mexíkó hafa unnið einn. Liðin mættust síðast 9. febrúar 2017, en Mexíkó vann hann 1-0.
Liðið æfði á æfingasvæði San Francisco 49ers í dag til að hita upp fyrir leikinn.
Þar voru DeForest Buckner og Eli Harold leikmenn liðsins og spjölluðu þeir við landsliðsmenn.
Þeir ætla að mæta völlinn enda er Levi’s Stadium heimavöllur þeirra.
🏈 Leikdagsæfingu lokið á æfingasvæði @49ers 🏈
👀 Þar hitti @runaralex þá félaga @DeForestBuckner og @EliHarold_
⚽️Þeir ætla að sjálfsögðu að mæta á leikinn í kvöld! ⚽️#fyririsland pic.twitter.com/GZtCgLkJVN
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2018