fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433

Kluivert hvetur son sinn til þess að hunsa Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. mars 2018 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrick Kluivert, fyrrum leikmaður Barcelona og faðir Justin Kluivert hefur hvatt son sinn til þess að hunsa áhuga frá Manchester United.

Kluivert eldri vill sjá son sinn feta í fótspor sín og spila fyrir Barcelona en hann spilaði 182 leiki fyrir félagið á sínum tíma.

Justin er í dag samningsbundinn Ajax í Hollandi en hann þykir eitt mesta efnið í Evrópuboltanum í dag og hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu.

„Ég er mjög stoltur af honum, hann er að standa sig mjög vel fyrir Ajax,“ sagði Kluivert.

„Hann hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliðinu og er að spila reglulega. Ef hann heldur áfram á sömu braut gæti hann orðið ein af stórstjörnum knattspyrnunnar.“

„Ég vil sjá hann fara til Barcelona, það er besta skrefið fyrir hann,“ sagði Kluivert að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eru að landa Marcus Rashford

Eru að landa Marcus Rashford
433Sport
Í gær

Staðfesta komu Duran frá Aston Villa

Staðfesta komu Duran frá Aston Villa
433Sport
Í gær

Kærastan stórglæsilega sögð heimta óhefðbundið kynlíf þrisvar á dag – Hafa áhyggjur af sínum manni

Kærastan stórglæsilega sögð heimta óhefðbundið kynlíf þrisvar á dag – Hafa áhyggjur af sínum manni