James Milner, miðjumaður Liverpool er mættur á Twitter en hann skráði sig á samskiptamiðilinn í vikunni í fyrsta sinn.
Venjulega er það ekki fréttnæmt þegar knattspyrnumenn skrá sig á samskiptamiðilinn en Milner er þó undantekning.
Í mörg ár hefur verið til grín reikningur í nafni kappans sem heitir „Boring James Milner“ eða „Leiðinlegur James Milner“ á íslensku.
Þar er gert stólpagrín að Milner á hverjum einasta degi en grín reikningurinn er með tæplega 600.000 fylgjendur á Twitter.
Milner hefur eitthvað fylgst með Boring James Milner á Twitter því fyrsta færsla hans á samskiptamiðlinum vakti gríðarlega mikla lukku eins og sjá má sjá hér fyrir neðan.
#TBT to yesterday…. when I wasn't on Twitter! 👋🏻 pic.twitter.com/TJy4RxHZJx
— James Milner (@JamesMilner) March 22, 2018
You know you’ve made it when someone makes a parody account of you. Welcome to Twitter @JamesMilner
— Boring James Milner (@BoringMilner) March 22, 2018