fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
433

Gerrard hefur hringt í fyrrum knattspyrnustjóra sína og beðið þá afsökunar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. mars 2018 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool stýrir í dag U18 ára liði félagsins.

Hann hefur gert fína hluti með liðið og þá er U19 ára lið félagsins komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar ungmennaliða.

Gerrad segist vera duglegur að hringja í Jurgen Klopp, stjóra Liverpool og fá ráð hjá honum en hann segir það sé mikill munur á því að vera knattspyrnustjóri og svo leikmaður.

„Ég hef haft samband við Klopp í mörg skipti. Hann er mun reynslumeiri en ég og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt sem þjálfari. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir mig, sem er nýr í þessu fagi að geta leitað til Klopp,“ sagði Gerrard.

„Mér líkar þetta mjög vel og ég nýt þess að þjálfa en þetta er mjög ólíkt því að vera leikmaður og það er kannski það sem hefur komið mér mest á óvart, hversu ótrúlega mikill munur er á því að vera þjálfari og leikmaður.“

„Ég ber mun meiri virðingu fyrir knattspyrnustjórum í dag en ég gerði ef ég á að vera hreinskilinn. Mér fannst ég alltaf vera besti þjálfari og knattspyrnustjóri í heimi þegar að ég var leikmaður og ég hugsaði oft af hverju við værum að gera ákveðnar æfingar og af hverju við værum að gera hitt og þetta á æfingasvæðinu.“

„Í dag hef ég beðið fyrrum knattspyrnustjóra mína afsökunar á því að efast um þá og þeirra vinnu. Ég veit núna hversu ótrúlega erfitt þetta er og þetta er allt annar leikur en að spila sjálfur,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Yfirgefur uppeldisfélagið eftir tæplega 800 leiki

Yfirgefur uppeldisfélagið eftir tæplega 800 leiki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Liverpool tapaði öðrum deildarleiknum – Southampton fallið

England: Liverpool tapaði öðrum deildarleiknum – Southampton fallið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gætu sett afskaplega óheppilegt met í úrvalsdeildinni í dag

Gætu sett afskaplega óheppilegt met í úrvalsdeildinni í dag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birtu skemmtilega færslu eftir tilkynningu De Bruyne – ,,Hvernig væri að sameinast á ný?“

Birtu skemmtilega færslu eftir tilkynningu De Bruyne – ,,Hvernig væri að sameinast á ný?“
433Sport
Í gær

Magnús Már um bróður sinn í kvöld: ,,Yfirleitt ánægður en í dag var ég ekki nógu ánægður“

Magnús Már um bróður sinn í kvöld: ,,Yfirleitt ánægður en í dag var ég ekki nógu ánægður“
433Sport
Í gær

Höskuldur fagnaði komu dóttur sinnar með marki: ,,Það var viðeigandi“

Höskuldur fagnaði komu dóttur sinnar með marki: ,,Það var viðeigandi“
433Sport
Í gær

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“
433Sport
Í gær

England: Aston Villa vann gríðarlega mikilvægan sigur

England: Aston Villa vann gríðarlega mikilvægan sigur