Manchester United hefur loks ákveðið að stofna kvennalið innan raða félagsins á nýjan leik.
Félagið hefur verið harkalega gagnrýnt fyrir að vera ekki með slíkt.
United er eitt allra stærsta félagið í heimsfótboltanum og hefur fengið gagnrýni fyrir að sinna ekki kvennaknattspyrnu.
Nú hefur félagið sent inn til enska sambandsins um að félagið vilji vera með á næstu leiktíð. Kvennaliðið verður staðsett í Cliff, gamla æfingasvæði félagsins.
Stjórnarmenn United hafa ekki verið hrifnir af því að stofna kvennalið, þeir búast við því að það muni skila sér í 700 milljóna króna tapi í rekstrinum.
Samuel Luckhurst hjá Manchester Evening News segir frá en hann hefur þessar tölur eftir hátt settum mönnum innan félagsins.
Senior United sources previously said #mufc would ‘lose £4m or £5m a year’ if a women’s team was set up. Suspect club have decided to establish one partly due to the flak they’ve got for not having one.
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) March 21, 2018