Ísland mætir Mexíkó í vináttuleik á morgun en leikurinn hefst klukkan 2:00 að íslenskum tíma.
Leikurinn fer fram á Levi’s Stadium, heimavelli San Francisco 49ers en völlurinn tekur um 70 þúsund manns í sæti.
Uppselt er á leikinn en Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins var mættur á blaðamannafund í dag þar sem hann ræddi leikinn mikilvæga gegn Mexíkó.
Þar staðfesti hann að þeir Jón Daði Böðvarsson, Hörður Björgvin Magnússon og Kolbeinn Sigþórsson verði ekki með á morgun.
Þeir eru allir að glíma við smávægileg meiðsli en ættu að vera klárir þegar liðið mætir Perú þann 27. mars næstkomandi.