fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433

HM bikarinn kemur til landsins á sunnudag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. mars 2018 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eini sanni HM-bikar koma til Íslands í boði Coca-Cola. Um er að ræða þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar.

Með í för er fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu sem lék 53 landsleiki fyrir Frakka og var í liði Frakka sem hampaði títtnefndum bikar árið 1998 sem og varð Evrópumeistari árið 2000. Karembau verður ásamt bikarnum í Smáralindinni, sunnudaginn 25. mars á milli kl. 14 – 18.

Ferðalag HM-bikarsins gefur milljónum manna um allan heim tækifæri til að hita vel upp fyrir stærsta íþróttaviðburð heims, heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Með heimshornaflakki sínu vilja Coca-Cola og FIFA bjóða aðdáendum að sjá með eigin augum þennan virta bikar, þann sama og er veittur heimsmeisturunum hverju sinni. Fyrir þúsundi aðdáenda er þetta algjörlega einstakt og ómissandi tækifæri til að sjá þennan táknræna grip.

Ferðalag bikarsins hófst í september 2017 í Rússlandi og mun spanna yfir 50 lönd í sex heimsálfum og um 126,000 kílómetra á þeim níu mánuðum fram að keppninni sjálfri, HM2018. Í Rússlandi einu mun bikarinn heimsækja 25 borgir — en það er lengsta viðvera bikarsins hjá gestgjafa síðan ferðalögin hófust — þar sem einn af hverjum þremur Rússum hefur tækifæri til að sjá bikarinn með eigin augum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 7. og 8. sæti: Tveimur meiðslum frá húrrandi fallbaráttu

Spá fyrir Bestu deildina – 7. og 8. sæti: Tveimur meiðslum frá húrrandi fallbaráttu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leverkusen ætlar að kaupa markvörð City í sumar

Leverkusen ætlar að kaupa markvörð City í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skandall í VAR herberginu – Gómaður á veðmálasíðu í miðjum leik

Skandall í VAR herberginu – Gómaður á veðmálasíðu í miðjum leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gylfi segir frá því hvað hann gerði í þau tvö ár sem hann spilaði ekki fótbolta

Gylfi segir frá því hvað hann gerði í þau tvö ár sem hann spilaði ekki fótbolta
433Sport
Í gær

Hótanir ungra manna komnar á borð lögreglu – „Ég óttaðist um líf mitt“

Hótanir ungra manna komnar á borð lögreglu – „Ég óttaðist um líf mitt“
433Sport
Í gær

Styrkur að hafa Heimi núna en Atli veit ekki hvort það sé svarið til lengri tíma

Styrkur að hafa Heimi núna en Atli veit ekki hvort það sé svarið til lengri tíma