Pepsi MAX er að fara í nýja herferð sem tengist fótboltaárinu mikla 2018. Stærsta fréttin í því fyrir okkur Íslendinga er að Gylfi Sigurðsson hefur skrifað undir samning við Pepsi og er meðal þeirra leikmanna sem voru valdir til að taka þátt í þessari alþjóðlegu herferð.
Gylfi er eini leikmaðurinn í heiminum sem fær að taka þátt sérstaklega í sínu heimalandi.
Meðal annarra leikmanna í stjörnuliði Pepsi MAX eru Lionel Messi, Toni Kroos, Marcelo, Dele Alli og Carli Lloyd og eru ljósmyndir af leikmönnunum skreyttar hönnun frá hönnuði úr heimalandi hvers og eins.
Hér á Íslandi var það hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem var valinn til samstarfs en Siggi hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, hér heima jafnt sem erlendis.
Grafík Sigga er innblásin af eldfjöllum og jöklum Íslands og undirstrikar hæfileika Gylfa til að bræða varnarmenn andstæðinganna og skilja markverði eftir frosna á línunni!