Frá því að Jose Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri Manchester United hefur liðið bætt sig á öllum sviðum.
Um er að ræða samanburð við seinna tímabil Louis van Gaal í starfi. Jose Mourinho tók við sumarið 2016.
Sé sá tími borinn saman við tímabiið ár er United að fá fleiri stig, skora meira og fær færri mörk á sig.
Mourinho fær mikla gagnrýni þessa dagana, leikstíllinn er sagður leiðinlegur og að falla úr Meistaraeildinni hefur sett pressu á Mourinho.
United situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og í undanúrslitum bikarsins en óvíst er með framtíð Mourinho.
Stuðningsmenn United fara fram á meiri skemmtun en það er ekki stíll Mourinho, það er því óvíst hvort sambandið gangi til lengdar.