Errea og KSÍ kynntu nýjan landsliðsbúning til sögunnar í síðustu viku.
Hann hefur vakið lukku hjá flestum stuðningsmönnum Íslands en þó voru einhverjir ósáttir við það að treyjan var frumsýnd án leikmanna liðsins.
Íslenska liðið er nú í Bandaríkjunum þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki við Mexíkó og Perú dagana 23. mars og 27. mars.
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska liðsins mátaði treyjuna í dag og var afar sáttur með hana ef eitthvað er að marka samskiptamiðilinn Instagram.
Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.