Jose Mourinho stjóri Manchester United var óhress með Paul Pogba eftir 2-1 sigur liðsins á Liverpool.
Pogba var meiddur í leiknum og var því í stúkunni og sá liðsfélaga sína vinna góðan sigur.
Eftir leik kom hann þar sem viðtölin voru og tók í hönd Jose Mourinho í miðju viðtali.
Við þetta var stjórinn frá Portúgal ekki sáttur samkvæmt enskum blöðum.
Hann las yfir Pogba eftir að viðtölum lauk og fannst hann sýna óvirðingu í þessu atviki.
Pogba sat á bekknum í næstu tveimur leikjum á eftir og var ónotaður varamaður í síðasta leik gegn Brighton.
Jose Mourinho was trying to be deep in his post-match interview.
Then came Paul Pogba 🙊#MOTD pic.twitter.com/fxl0VGWcB2
— Match of the Day (@BBCMOTD) March 10, 2018