Liverpool hefur verið á miklu skriði að undanförnu og vann meðal annars 5-0 sigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Mohamed Salah skoraði fernu í leiknum og er nú kominn með 34 mörk fyrir félagið á leiktíðinni og 28 mörk í deildinni.
Þá hafa þeir Sadio Mane og Roberto Firmino einnig verið duglegir að skora en Firmino er með 14 deildarmörk á tímabilinu.
Sóknarmennirnir þrír hafa nú skorað 73 mörk á milli sín en metið hjá félaginu eru 77 mörk á einu tímabili.
Það met var sett árið 1962 þegar að þeir Rogert Hunt, Ian St John og Jimmy Melia spiluðu með liðinu en þá var Bill Shankly stjóri liðsins.
Það verður að teljast ansi líklegt að þeir Mane, Salah og Firmino bæti metið en það eru níu leikir eftir af tímabilinu á Englandi.