Age Hareida, þjálfari danska landsliðsins segir að Christian Eriksen sé besti miðjumaður í heiminum í dag.
Þá vill Hareida meina að leikmaðurinn sé einn sá besti í heiminum í dag en hann hefur verið frábær á þessari leiktíð.
Eriksen kom til Tottenham frá Ajax árið 2013 og sló í gegn þegar að Mauricio Pochettino tók við liðinu árið 2014.
„Hann er leikmaður sem getur aðlagað sig að öllu. Ef þú lætur hann fá boltann þá mun hann búa eitthvað til,“ sagði þjálfarinn.
„Hann heldur bara áfram að bæta sig enda er hann að spila á móti mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims í ensku úrvalsdeildinni.“
„Ef þú skoðar miðjumennina hjá stærstu liðum Evrópu, til dæmis hjá Real Madrid og Barcelona þá er enginn betri en hann, svo einfalt er það,“ sagði hann að lokum.