Íslenska landsliðið er nú statt í Bandaríkjunum þar sem liðið undirbýr sig fyrir næstu leiki liðsins.
Ísland mætir Mexíkó þann 23. mars næstkomandi og svo Perú þann 27. mars og því nóg framundan hjá liðinu.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands tilkynnti hópinn fyrir leikina í síðustu viku en Kolbeinn Sigþórsson er meðal annars í hópnum.
Leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM í Rússlandi sem fram fer í sumar en Ísland leikur með Argentínu í riðli.
Íslenska liðið æfði í Bandaríkjunum í dag en myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.