Luke Shaw, bakvörður Manchester United gæti yfirgefið félagið í sumar.
Leikmaðurinn er að ganga í gegnum erfiða tíma en hann var í byrjunarliði United sem vann 2-0 sigur á Brighton í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á dögunum.
Jose Mourinho, stjóri liðsins var hins vegar ekki ánægður með frammistöðu hans í fyrri hálfleik og tók hann af velli í leikhléi.
Þá gagnrýndi hann leikmanninn í leikslok og nú reikna enskir fjölmiðlar með því að Shaw muni yfirgefa félagið í sumar þegar glugginn opnar.
Tottenham, Everton og Southampton hafa öll mikinn áhuga á því að fá leikmanninn en það er Times sem greinir frá þessu.
Tottenham er talið leiða kapphlaupið um leikmanninn en Mauricio Pochettino, stjóri liðsins vann með Shaw hjá Southampton á sínum tíma við góðan orðstír.