fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433

Matic útskýrir af hverju það getur verið erfitt að vinna með Mourinho

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. mars 2018 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United viðurkennir að það geti verið mjög erfitt að vinna með Jose Mourinho, stjóra liðsins.

Portúgalinn hefur verið ansi duglegur að gagnrýna leikmenn sína að undanförnu en United féll úr leik í Meistaradeildinni á dögunum eftir tap gegn Sevilla.

Matic hefur hins vegar verið frábær í liði United á leiktíðinni og hefur Mourinho hrósað honum mikið en hann hefur að sama skapi gagnrýnt aðra leikmenn liðsins.

„Það getur verið erfitt að vinna með honum því hann vill alltaf meira frá þér,“ sagði Matic.

„Jafnvel þótt þú vinnir ensku úrvalsdeildina þá vill hann vinna hana aftur á næstu leiktíð. Svona stjóri er hann og menn þurfa að taka honum eins og hann er.“

„Hann er sérstakur á þann hátt að hann vill bara vinna. Þegar að við töpum þá verður hann mjög reiður. Það er líklega ástæðan fyrir því að hann hefur unnið hátt í tuttugu titla á ferlinum,“ sagði Matic að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum
433Sport
Í gær

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:
433Sport
Í gær

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag