fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
433

Klopp vill ekki hrósa Van Dijk of mikið: Þetta skrifast ekki bara á hann

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. mars 2018 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarleikur Liverpool hefur batnað mikið í undanförnum leikjum og vilja margir sparkspekingar skrifa það á komu Virgil van Dijk.

Van Dijk varð dýrasti varnarmaður heims þegar Liverpool keypti hann í janúar af Southampton á 75 milljónir punda.

Liverpool hefur nú haldið hreinu í sex af síðustu níu leikjum sínum og þá hefur liðið aðeins fengið á sig mark úr einu föstu leiktriði síðan Van Dijk mætti á Anfield.

„Er þetta allt Van Dijk að þakka?“ sagði Klopp á blaðamannafundi á dögunum.

„Ég vil ekki draga úr áhrifunum sem hann hefur haft á liðið en ég tel að þetta sé ekki allt honum að þakka.“

„Ef þú vilt verjast eins og þú átt að verjast þurfa allir leikmenn liðsins að vita hvað þeir eiga að gera á ákveðnum augnablikum.“

„Virgil hefur haft mjög góð áhrif á liðið en ég var aldrei óánægður með hina varnarmennina mína áður en hann kom. Ég vil ekki segja að við getum loksins varist því Van Dijk er hérna.“

„Knattspyrna er liðsíþrótt og þú þarft að verjast sem lið, alveg eins og við þurfum að sækja sem lið,“ sagði Klopp að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Framtíðin verður brátt ljós – Fær yfir tvo milljarða fyrir þrjú ár

Framtíðin verður brátt ljós – Fær yfir tvo milljarða fyrir þrjú ár
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford þráir heitt að þetta verði niðurstaðan í sumar

Rashford þráir heitt að þetta verði niðurstaðan í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dregið í Mjólkurbikarnum – Fjórir Bestu deildarslagir

Dregið í Mjólkurbikarnum – Fjórir Bestu deildarslagir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nær öll stórliðin á Englandi og Spáni vilja hann – Er þó ekki spenntur fyrir því að fara

Nær öll stórliðin á Englandi og Spáni vilja hann – Er þó ekki spenntur fyrir því að fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar er maðurinn sem Færeyingarnir eru á eftir

Arnar er maðurinn sem Færeyingarnir eru á eftir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Íslendingarnir grátt leiknir í gær – „Ófyrirgefanlegt“

Myndband: Íslendingarnir grátt leiknir í gær – „Ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019