fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433

Van Gaal hraunar yfir leikmenn United: Þeir nenntu ekki að lesa póstana frá mér

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 18. mars 2018 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United lét leikmenn liðsins heyra það á dögunum.

Hollendingurinn var látinn taka pokann sinn hjá félaginu sumarið 2016 og var Jose Mourinho ráðinn í hans stað.

Leikmenn liðsins hafa verið talsvert gagnrýndir fyrir spilamennsku sína á þessari leiktíð og hefur Mourinho meðal annars sagt að margir leikmenn liðsins líti of stórt á sig og nenni ekki að sinna vinnu sinni.

Van Gaal virðist vera sammála Portúgalanaum og segir að hann hafi verið í basli með marga leikmenn liðsins þegar að hann var stjóri United.

„Ég bjó til innri vef fyrir leikmenn liðsins þar sem að leikmenn gátu fengið aðgang að öllum gögnum sem í boði voru fyrir leiki,“ sagði Van Gaal.

„Þannig fengu allir leikmenn liðsins tækifæri til þess að undirbúa sig sem allra best, líka fyrir fundi með mér og starfsliðinu.“

„Margir af leikmönnunum nenntu ekki einu sinni að lesa póstana frá mér. Þeir höguðu sér oft eins og viðvaningar og sýndu engan metnað.“

„Ég prófaði þetta hjá Bayern Munich og þar virkaði þetta mjög vel,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum
433Sport
Í gær

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:
433Sport
Í gær

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag