Liverpool tók á móti Watford í ensku úrvalsdieldinni í gærdag en leiknum lauk með 5-0 sigri heimamanna.
Mohamed Salah gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í leiknum en Roberto Firmino var einnig á skotskónum, eftir sendingu frá Salah.
Egyptinn hefur verið á eldi á þessari leiktíð og hefur nú skorað 34 mörk fyrir Liverpool sem er met hjá leikmanni á sínu fyrsta tímabili með liðinu.
Þar af hefur hann skorað 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni sem gerir hann að markahæsta leikmanni deildarinnar, þrátt fyrir að spila sem kantmaður.
Honum hefur verið líkt við Lionel Messi, einn besta knattspyrnumann sögunnar að undanförnu en hér fyrir neðan má sjá áhugaverðan samanburð á þeim félögum á þessu tímabili.