Liverpool og Watford eigast nú við í ensku úrvalsdeildinni og er staðan 2-0 fyrir heimamenn þegar fyrri hálfleik var að ljúka.
Mohamed Salah kom Liverpool yfir strax á 4. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni á 43. mínútu og staðan því 2-0 fyrir heimemnn í leikhléi.
Hann hefur nú skorað 34 mörk fyrir Liverpool á þessari leiktíð sem er nýtt met hjá félaginu.
Salah kom til félagsins frá Roma, síðasta sumar og er þetta því hans fyrsta tímabil með liðinu en það var Fernando Torres sem átti metið með 33 mörk.
34 – Salah has now scored more goals than any other Liverpool player in their debut season at the club. Historic. https://t.co/5fxjDuxLwr
— OptaJoe (@OptaJoe) March 17, 2018