fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433

Jose Mourinho: Ég er ekki ánægður

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 17. mars 2018 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tók á móti Brighton í 8-liða úrslitum FA-bikarsins í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.

Það voru þeir Romelu Lukaku og Nemanja Matic sem skoruðu mörk United í dag og liðið er því komið áfram í undanúrslit enska FA-bikarsins.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United var, þrátt fyrir sigurinn, ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í dag.

„Ég var ekki ánægður með þennan leik,“ sagði Mourinho.

„Það var enginn karakter í þessu hjá okkur og engin ákefð. Við náðum hins vegar í góð úrslit og það skiptir mestu máli. Við vorum ekki að gera það sem var lagt upp með á æfingasvæðinu í vikunni og það pirrar mig.“

„Við vorum slakir í okkar uppbyggingu. Varnarmenirnir voru alltaf að leita að auðveldu sendingunni og sóknarmennirnir voru ekki að hreyfa sig nægilega mikið.“

„Þegar sólin skín er auðvelt að spila fótbolta. Þegar að þú vinnur leiki er auðvelt að spila fótbolta. Þegar að það er dimmt úti og pressan er á þér þá eru það bara topp leikmenn sem geta spilað fótbolta.“

„Okkur vantaði topp leikmenn í dag, Matic var sá eini sem vildi fá boltann og var tilbúinn að gera mistök til þess að fá boltann og spila honum,“ sagði Mourinho að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu