Antonio Conte, stjóri Chelsea er mjög ósáttur með stjórn félagsins þessa dagana og kaup félagsins síðasta sumar.
Chelsea varð enskur meistari á síðustu leiktíð en núna situr liðið í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er 4 stigum á eftir Meistaradeildarsæti.
Þá féll liðið úr leik í Meistaradeildinni á dögunum eftir tap gegn Barcelona í 16-liða úrslitunum, samanlegt 4-1.
„Við unnum titilinn á síðustu leiktíð og svo kom félagaskiptaglugginn og ég endurtek, við unnum og svo þessi félagaskiptagluggi,“ sagði Conte.
„Það er ekki endilega það mikilvægasta að ná Meistaradeildarsæti, ekki fyrir mig í það minnsta en stærstu stjörnur liðsins gætu hins vegar íhugað að yfirgefa félagið ef við verðum ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.“
„Þeir voru hérna áfram þegar okkur mistókst að ná Meistaradeildarsæti síðast, hvort þeir geri það aftur er spurning fyrir leikmennina, ekki mig,“ sagði hann að lokum.