Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari valdi Kolbein Sigþórsson í fyrsta sinn í landsliðshóp í dag. Kolbeinn fer með liðinu til Bandaríkjanna í leiki gegn Mexíkó og Perú.
Kolbeinn lék síðast landsleik sumarið 2016 á Evrópumótinu í Frakklandi.
Hann er að snúa til baka eftir meiðsli og lék með varaliði Nantes á dögunum.
Meira:
Kolbeinn mættur aftur í landsliðið – Sjáðu nýjasta hópinn
,,Við höfum ekki séð hann spila, við vitum allir hvað hann getur. Vitum hvað hann gerir yfrir íslenska landsliðið,“ sagði Heimir um valið á Kolbeini.
,,Okkur langar til að sjá hann spila og æfa, meta hvort við fylgjumst með honum í framhaldinu. Við vildum sjá hvernig hann er í hópnum og hvernig standið er á honum.“
,,Hann er í mjög góðu standi, honum líður vel. Ég átti gott spjall við Claudio Ranieri og hann hrósaði honum mikið, hvernig hann hefur verið í endurkomu sinni. Við viljum sjá hann, í samráði við Nantes má hann koma með okkur. Þetta er í samráði við félagið og við þökkum fyrir það.“
,,Við munum meta hann, ef við treystum honum til að spila þá spilar hann. Við viljum fá að meta hvar hann er í sinni endurkomu.“