Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United segir að Paul Pogba sé stórt vandamál í herbúðum félagsins.
Pogba var á meðal varamanna en kom við sögu í tapi gegn Sevilla á þriðjudag. United er úr leik í Meistaradeildinni.
,,Pogba er stórt vandamál og ef hann kemst ekki í byrjunarliðið þá er vandamálið mikið,“ sagði Keane.
,,Þú átt von á því að stórir leikmenn komi og breyti leiknum, hann kom inn gegn Sevilla og gerði ekkert. Hann var eins og skólakrakki eftir fyrsta markið.“
,,Hann skynjar ekki áhættu, þú ert í liði til að þrífa upp skítinn eftir liðsfélaga þína en hann gerir það ekki.“