Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós. Búningurinn er hannaður með þarfir og óskir leikmanna að leiðarljósi
Treyjan verður fáanleg í helstu sportvöruverslunum um land allt. Ísland er fámennasta þjóðin til að öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, fyrr og síðar. Errea og KSÍ kynntu í dag nýjan landsliðsbúning sem keppt verður í á HM í Rússlandi í sumar.
Meira:
Sjáðu myndirnar – Nýr búningur Íslands
Hr. Guðni Jóhannesson, forseti Íslands tók við fyrstu treyjunni úr hendi formanns KSÍ og sagði við það tilefni:
,,Upp er runnin söguleg stund þegar ég tek nú við fyrstu treyjunni sem spilað verður í á fyrsta heimsmeistaramóti í knattspyrnu sem Ísland tekur þátt í. Það sem skiptir þó meira máli eru þeir sem verða í henni – við þurfum að finna stoltið og gleðina sem fylgir því að spila fyrir Ísland. Takk – treyjan lítur vel út – þar með er það ákveðið,“ sagði Guðni Th.